Kæru félagar,

Sunnudaginn 9. október  2011 fer fram liðamót Ármanns í poomsae. Markmið mótsins er að efla áhuga á poomsae, gefa þeim sem hafa áhuga á tækni tækifæri til að spreyta sig og efla liðsheild. Mótið verður haldið í bardagasalnum Skelli í Íþróttahúsi Ármanns.  Mótsgjald er 1000 kr á mann og skráningarfrestur rennur út á miðnætti 2. október 2011. Greiðsla mótsgjalda fer fram á staðnum og verður hægt að borga með korti. Mótshaldarar áskilja sér rétt til að meina keppendum þáttöku, hafi þeir ekki greitt mótsgjöld.

Mótið hefst kl 11:00 með keppni í barnaflokkum en skulu keppendur vera mættir hálftíma áður en keppni hefst. 

Fyrirkomulag mótsins og reglur er að finna hér:
Liðamót Ármanns í Poomsae-fyrirkomulag

 

Með von um að sjá sem flesta

 Ármenningar