Í neðangreindu skjali er að finna upplýsingar um beltaflokka (A, B, C), þyngaflokka, beltakerfi o.fl. fyrir Íslandsmótið í bardaga sem fram fer 16. mars 2013.
Við minnum á að skráningarfrestur rennur út á laugardaginn kemur (9 mars kl 23:59) sem og greiðsla þátttökugjalda. Ekki verður tekið við skráningum eftir það, alveg sama hverjar ástæður kunna að vera.
Einnig þarf greiðsla þátttökugjalda að hafa borist á réttum tíma, óháð því hvort félög hafa innheimt þátttökugjöld frá sínum iðkendum. Ekki verður vikið frá þessu.
Að lokum þarf að fylgja með skráningu keppenda listi yfir starfsmenn og dómara. Ef engin skráning fylgir með skráningum keppenda skal þess í stað greiða gjald sem sent verður út til félaga samhliða birtingu á bardagatré, sé það ógreitt fyrir keppnisdag verður skráning þeirra iðkenda sjálfkrafa ógild.
Unnið verður í flokkum og röðun eins fljótt og auðið og bardagatré birt ásamt tímaáætlun um leið og þeirri vinnu lýkur.
Með bardagakveðju, mótstjórn