Dagana 16.-18. september stendur TKÍ fyrir æfingahelgi með TTU meistaranum Nuno Damaso.

Master Nuno Damaso er fæddur 1965 og hefur æft Taekwondo síðan 1979. Hann hefur tekið þátt í bæði evrópu- og heimsmeistaramótum og hefur unnið verðlaun bæði í evrópu og á heimsmælikvarða. Hann rekur sinn eiginn dojang í Basel í Sviss og hefur verið atvinnuþjálfari í Taekwondo síðastliðin 20 ár. Undanfarin tíu ár hefur hann einnig ferðast um evrópu og haldið æfingabúðir. Í þjálfun sinni leggur Master Nuno áherslu á alla hina ólíku hluta Taekwondo. Hann lítur á Taekwondo sem stórfenglegt tækifæri til sjálfsmenntunar og markmið hans er ekki að vinna sem flest verðlaun heldur að þróa saman huga og líkama í gegnum Taekwondo.

Æfingadagskrá: NumoDamasoÆfingahelgi