Með því að virða reglurnar er nemandinn að aga sjálfan sig og bera virðingu fyrir Taekwondo, þjálfaranum, hinum nemendunum, og síðast en ekki síst fyrir sjálfum sér. Eftirfarandi reglur gilda í öllum félögum úti um allan heim og iðkandinn á iðulega að fylgja þeim:

1. Fánanum er heilsað í hvert skipti sem gengið er inn eða út úr salnum. Það er gert með því að snúa sér að fánanum, setja hægri höndina yfir hjartastað, og hneigja höfuðið aðeins niður.

2. Þjálfaranum, eða þeim sem er með efsta beltið, er heilsað með því að hneigja sig.

3. Mæta skal stundvíslega.

4. Dobok á að vera snyrtilegur og eftir æfingar er hann brotinn saman samkvæmt reglum.

5. Þjálfaranum og öðrum nemendum ber að sýna virðingu.

6. Þegar rætt er við þjálfara á æfingu ber að ávarpa hann með nafni eða með viðeigandi hátt:

3. – 1. Kup þjálfarar eru Jo-Gyo Nim
1. – 3. Dan þjálfarar eru Gyo-Sa Nim
4. Dan þjálfarar og upp eru meistarar og kallast Sa-Beom Nim

7. Það er stranglega bannað að reykja, drekka og tyggja tyggjó í Do Jang. Nemendur mega ekki hafa skartgripi eða úr á sér á æfingum.

8. Þegar æft er með öðrum nemanda ber maður að heilsa viðkomandi á viðeigandi TaeKwonDo hátt áður en æfingin byrjar og eftir að æfingu er lokið.

9. Ef laga þarf Do Bok á meðan á æfingu stendur er beðið eftir því að þjálfari gefi skipun um að slaka á, þá snýr viðkomandi sér frá þjálfaranum eða félaganum og lagar Dobok.

10. Ekki trufla aðra nemendur á meðan æfingu stendur.

Hvert Taekwondo félag á sér eið sem iðkendur þess eiga að fylgja. Eiðurinn getur verið breytilegur eftir félögum. Eiðurinn hjá félögunum á Íslandi er eftirfarandi:

I. Ég mun virða reglur Taekwondo og ekki misnota kunnáttu mína.

II. Ég mun verja fjölskylduna mína.

III. Ég mun berjast fyrir réttlæti.

IV. Ég mun hjálpa til við að byggja upp frið á jörð.

V. Ég mun bera virðingu fyrir þjálfurum og nemendum sem lengra eru komnir.

© Texti: Sigrún Anna Qvindesland