logoislpoosaeÍslandsmeistaramótið í poomsae 3. nóvember 2013

Íslandsmeistaramótið í poomsae 3. nóvember 2013 Mótið fer fram í íþróttahúsi Ármanns í Laugardal. Mótstjóri er Richard Már Jónsson.Skráningarform: skraningarform isl poomsae 2013Mótsfyrirkomulag
Mótsfyrirkomulag fyrir lægri belti 9.-5.kup, (gult belti – blátt m/rönd) mun vera óbreytt frá því sem áður hefur verið, þ.e. keppendur velja sjálfir sín form, mest tveimur taegeuk yfir sína beltagráðu og minnst tveimur undir.
Skipt verður í þrjá flokka:
(C) 9.-5. Geup
(B) 4. – 1. Geup
(A) 1. dan og ofar
Móttstjóri áskilur sér rétt á að skipta C flokk upp í tvo flokka 9-7 geup og 6-5 geup ef fjöldi er nægur. Skipt verður eftir kyni í einstaklingshópum ef næg þátttaka er í hverjum hóp.
Dregið verður um í hvaða formum flokkar A og B keppa , og mun allur flokkurinn keppa í sömu formum. Fyrir flokk B munu verða dregin 2 form frá og með Taegeuk Sah-Jang til og með Poomse Koryo. Fyrir flokk A verða dregin 2 form frá og með Taegeuk Pal-Jang til og með Poomse Pyongwon. Formin verða dregin mánudag fyrir mót, þann 28. október 2013 og birt á vef TKÍ þann sama dag.
Keppt verður í einstaklings-, para- og hópa flokkum. Þátttakendur ráða sjálfir kynjasamsetningu í para- og hópakeppni og er aldursskipting annars vegar undir 18 ára og hins vegar yfir 18 ára. Í para og hópakeppni verða allir samkeppendur að vera skráðir í sama félag. Keppnisrétt í öllum greinum hafa þeir sem verða 12 ára á árinu. Skráningarfrestur er Þriðjudaginn 29. okt kl. 23:59. Félög senda inn eina skráningu með öllum sínum keppendum. (sjá meðfylgjandi skráningarblað)
Mótsgjald er kr. 2.500 fyrir eina keppnisgrein, kr. 3.000 fyrir tvær keppnisgreinar og 3.500 ef keppt er í þremur keppnisgreinum. Þátttökugjöld þarf að greiða inn á reikning tkí 515-26-50010. Kt. 500103-2050 og senda kvittun á netfang sambandsins tki@tki.is fyrir 1. nóvebmer 2013.
Stiga gjöf:

  1. Sæti (Gull) gefur 7 stig
  2. Sæti (Silfur) gefur 5 stig
  3. Sæti (Brons) gefur 3 stig

ATH! Ef keppandi gerir ekki rétt keppnisform (hærri flokkum) fær viðkomandi sjálfkrafa 0 í einkunn og engin verðlaun eða stig ef 3 eða færri eru í flokk.
Einstaklingskeppni:
Flokkar
Flokkur C Lægri belti (9.-5. Geup) – keppendur velja um form (2 form upp/niður út frá belti þess keppanda með hæstu beltagráðuna)
Flokkur B Rauðbelti (4.-1. Geup) – dregið um 2 form frá og með Taegeuk Sah-Jang til og með Poomse Koryo
Flokkur A Pooom/Dan (1. Dan / Poom) – dregið um 2 form frá og með Taegeuk Pal-Jang til og með Poomse Pyongwon

————————————————————————————————————————
Para og hópakeppni:
Flokkar
Flokkur C Lægri belti (9-5. Geup) – keppendur velja um form (2 form upp/niður út frá belti þess keppanda með hæstu beltagráðuna)
Flokkur B Rauðbelti (4.-1. Geup) – dregið um 2 form frá og með Taegeuk Sah-Jang til og með Poomse Koryo
Flokkur A Pooom/dan (1. Dan/ poom) – dregið um 2 form frá og með Taegeuk Pal-Jang til og með Poomse Pyongwon

————————————————————————————————————————–
Nánar um flokka og aldurskiptingu: Mótstjóri áskilur sér rétt til að sameina flokka ef þurfa þyikir ef næg þátttaka er ekki í öllum flokkum.

A Flokkur: 1 poom/Dan

Flokkur Aldur Annað
undir 14 12 –14 Skipt verður eftir kyni í einstaklingshópum ef næg þátttaka er í hverjum hóp
undir 17 14 –17
undir 29 18 –29
undir 39 30 –39 .
undir 49 40 –49 .
undir 59 50 –59 .
yfir 59 60+
Para undir 29 14 –29
Para yfir 29 30+
Hópa undir29 14 –29.
Hópa yfir 29 30+

 

 

B Flokkur 4th kup – 1th kup

C Flokkur 9th kup – 5th kup (C flokk verður skipt upp í 9-7 kup og 6-5 kup ef næg þáttaka er)

Flokkur Aldur Beltagráða Annað
C 12 – 14 98. –5.kup Skipt verður eftir kyni í einstaklingshópum ef næg þátttaka er í hverjum hóp
12 – 14 4. –1.kup
C 14 – 17 98. –5.kup
14 – 17 4. –1.kup
C 18+ 98. –5.kup
B 18+ 4. –1.kup
Para, C  12 – 17 98. –5.kup
Para, B 12 – 17 4. –1.kup
Para, C  17 – 29 9. –5.kup
Para, B 17 – 29 4. –1.kup
Para, C  30+ 9. –5.kup
Para, B 30+ 4. –1.kup
Hópa Engin aldurstakmörk 98. –1.kup

 

ATH! Þessi flokkaskipting er sú sem löggð verður til hliðsjónar og leitast verður eftir að halda þessum flokkum. En það er alveg ljós að sameina verður flokka þegar skráning liggur fyrir.
Dómarar
Yfirdómar er Hildur Baldursdóttir. Félög eru skyldug til að senda 1 dómara fyrir allt að 5 keppendur, 2 dómara fyrir 6-10 keppendur, 3 dómara fyrir 11-20 keppendur, 4 dómara fyrir 21-30 keppendur, 5 dómara fyrir fleiri en 30 keppendur. Mótshaldari skal sjá til þess að félög sendi dómara. Ef félag hefur ekki tök á að senda dómara má senda starfsmenn í stað þeirra, að höfðu samráði við, og með samþykki, mótshaldara. Ef félag kemur ekki með dómara eða stafsmenn skal viðkomandi félag greiða kr. 20.000,- fyrir hvert stöðugildi sem ekki er útvegað, og er það til að mæta kostnaði við að fá aðra til að koma til starfa í þeirra stað. Mótshaldari mun skipuleggja dómaramál þannig að a.m.k. 5 dómarar séu á hverju gólfi og frá eins mörgum félögum og við verður komið.
Stjórn TKÍ

Formin á Íslandsmeistaramótinu 3 nóv 2013:

Einstaklings keppni:

Flokkur B Rauðbelti (4.-1. Geup) – Yook jang og Pal jang

Flokkur A Pooom/Dan (1. Dan / Poom) – Pal jang og Koryo

Para og hópakeppni:

Flokkur B Rauðbelti (4.-1. Geup) – Yook jang og Chil jang

Flokkur A Pooom/dan (1. Dan/ poom) – Pal jang og Keumgang