hk_stortHin Finnska Suvi Mikkonen ein allra fremsta taekwondo-kona heims og þjálfari hennar Jesus Ramala komu í heimsókn til landsins og voru með æfingarbúðir fyrir Taekwondodeild HK föstudaginn 20. september.  Suvi hefur unnið marga titla á stórum evrópumótum og Ólympíuleikunum. Öllum taekwondo iðkendum HK og öðrum taekwondo félögum landsins var boðið að taka þátt með okkur. Æfingahelgin heppnaðist mjög vel, en rúmlega 110 iðkendur mættu og fylltu íþróttahús Snælandsskóla. Jákvæð og skemmtileg stemming einkenndi andann þar sem yngri og eldri iðkendur tókust á við leik og fjölbreytilegar æfingar, ásamt uppbyggilegum umræðum. Meistari Sigursteinn Snorrason hélt faglega utan um alla umgjörð ásamt flottum svartbeltingum sem sáu um túlkun og hjálpuðust á við að aðstoða þau yngstu.

Viljum við hjá HK þakka þeim sérstaklega fyrir sem og Sigursteini fyrir þetta frábæra framtak og öllum þeim félögum sem komu og áttu með okkur frábæran dag. Það var virkilega gaman að sjá og upplifa samheldnina, ánægjuna og hjálpsemina við að gera góðan hugmynd að veruleika, en stefnt er að á annan viðburð síðar á tímabilinu.

Það er mikil gróska í Taekwondo deild HK sem stækkar jafnt og þétt á milli ára. Deildin er ung en býr yfir miklum krafti frábæra iðkanda, góðum stuðning foreldra sem standa þétt við starfið.  Æfingar fara fram á þrem stöðum í kóparvogi: íþróttahúsi Snælandsskóla, íþróttahúsi Kór og íþróttahúsi Digranesskóla.

mbk
Friðrik Friðriksson
varaformaður TKD HK
824 2303