TKÍ
Verksvið stjórnarmeðlima
Formaður skal:
- Vera tengiliður við formenn TKD deilda einstakra félaga innan TKÍ
- Vera tengiliður við landsliðsþjálfara
- Vera talsmaður stjórnar
- Vera tengiliður við erlenda aðila
- Vera tengiliður við yfirþjálfara félaga
- Vera tengiliður við aðrar stofnanir og starfsmenn ÍSÍ
- Bera ábyrgð á gerð og eftirfylgni við þjálfarasamninga
- Bera ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd viðburða á vegum TKÍ
Varaformaður skal:
- Bera ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd viðburða á vegum TKÍ í samráði við formann.
- Bera ábyrgð á aðbúnaði og aðstöðu landsliða á vegum TKÍ
- Bera ábyrgð á aðbúnaði og aðstöðu keppnis- og viðburðastaða
- Sjá um skipulagningu á þátttöku í erlendum viðburðum landsliðsins í samráði við landsliðsþjálfara.
- Sjá um samskipti við styrktaraðila TKÍ
Gjaldkeri skal:
- Sjá um gerð bókhalds ber jafnframt ábyrgð á að fullnægjandi umgjörð sé utan um fjármál sambandsins
- Sjá um gerð fjáhagsáætlunar
- Sjá um samskipti við styrktaraðila TKÍ í samráði við varaformann
Ritari skal:
- Sjá um fundarrituná stjórnarfundum og aðalfundi
- Sjá um að gögn séu skjöluð og vistuð á fullnægjandi hátt
- Sjá um að iðkendalistar séu uppfærðir og endurspegli á sem bestan hátt raunverulegan fjölda iðkenda á landinu
- Sjá um að þjálfarasamningum sé framfylgt í samræmi við innihald þeirra
- Hafa umsjón með auglýsingamálum
Meðstjórnandi skal:
- Sjá um að þjálfarasamningum sé framfylgt í samræmi við innihald þeirra
- Vera tengiliður við iðkendur hjá einstaka félögum innan sambandsins
- Sjá um skipulagningu og bera ábyrgð á framkvæmd viðburða á vegum sambandsins
Varamenn skulu:
- Fylgja eftir að gögn séu skjöluð og vistuð á fullnægjandi hátt í samstarfi við ritara sambandsins
- Fylgja eftir auglýsingamálum sambandins í samstarfi við ritara þess
- Fylgja eftir að aðbúnaður og aðstaða á keppnis- og viðburðastöðum uppfylli kröfur sambandsins í samstarfi við varaformann
- Fylgja eftir að aðbúnaður og aðstaða landsliða á vegum TKÍ uppfylli kröfur sambandsins í samstarfi við varaformann
- Fylgja eftir samskiptum við styrktaraðila TKÍ í samstarfi við gjaldkera