Því miður hittist þannig á að RIG og NM verða á sama degi, 30. janúar, árið 2016. Fyrir þá sem hyggjast keppa á NM eru nokkur atriði sem hafa ber í huga:
1) TKÍ mun skila inn skráningum og þurfa þær að berast til TKÍ eigi síðar en 8. janúar 2016.
2) Allir keppendur í senior flokki og eldri þurfa að hafa gilt GAL leyfi. Þeir sem ekki hafa slíkt þurfa að hafa samband við Arnar Bragason, arnartkd@gmail.com, og fá frekari upplýsingar.
3) Þátttökugjald er EUR 45 fyrir hverja grein/par/hóp og þarf að greiða ásamt skráningu inn á reikning TKÍ eigi síðar en 8. janúar.
4) Aldurstakmark er 12 ára á mótið (þ.e.a.s. keppendur fæddir 2004 og eldri, aldursárið gildir)
5) Mótið er opið keppendum sem staðist hafa beltapróf fyrir 4. geup og hærra.
Hér að neðan má finna boðsbréf mótsins og eru þeir sem hyggjast fara á mótið beðnir um að kynna sér innihald þess gaumgæfilega.
http://www.taekwondo.dk/media/NC_Invitation_2016_FINAL.pdf