Sæl öll, eftir áramót taka gildi nýjar reglur um umsóknir alþjóðlegra keppnisleyfa. Stærsta breytingin er sú að frá lokum febrúar munu keppendur sækja um sjálfir í gegnum sérstaka WFT vefgátt og greiða sjálfir fyrir sín leyfi, auk þess að bera ábyrgð á því að öll skjöl og pappírar séu í lagi.
Hins vegar þurfa þeir keppendur sem fara á eitthver eftirtalinna móta í ársbyrjun 2017 að sækja um 2017 GAL leyfi skv. gamla laginu með því að senda póst á arnartkd@gmail.com:
German Open
US Open
European Kids Champs
European Club Champs
Turkish Open
Fujairah Open
Slovenian Open
Til að geta sótt um GAL leyfi fyrir ofangreind mót þurfa umsækjendur að láta eftirfarandi fylgja með til Arnars eigi síðar en 22. desember nk.
Greiðslu, ISK 7.000,-, verður að inna af hendi áður en hægt er að sækja um leyfið og þarf að láta staðfestingu á millifærslu fylgja með gögnunum. Ekki verður sótt um leyfi nema búið sé að greiða.
Leggjal skal ISK 7.000,- inn á reikning TKÍ, 0515 – 26 – 50010 kt. 500103-2050, og senda staðfestingu á netfangið tki@tki.is auk þess að greiðandi sendir afrit af staðfestingu sem hann fær sjálfur á Arnar samhliða gögnum umsóknar.
ENDURNÝJUN
1) Ef vegabréf hefur verið endurnýjað frá síðustu umsókn um GAL leyfi þarf að láta afrit af því fylgja með
2) Ef viðkomandi hefur fengið nýja dan gráðu þarf að láta staðfestingu á henni fylgja með
SÓTT UM LEYFI Í FYRSTA SINN
1) Skannað vegabréf (síður 1 og 2)
2) Útfylltur waiver frá WTF
3) Skannað dan skírteini
4) netfang, sími, heimilisfang og staðfesting á greiðslu til TKÍ.
Athugið að umsækjendur bera ábyrgð á að þessi gögn séu rétt og afhent tímanlega, að öðrum kosti er hætta á að umsókninni verði hafnað og keppnisleyfi verði ekki gefið út.
Þeir keppendur sem hyggjast keppa á mótum eftir mánaðarmótin febrúar/mars þurfa að sækja um sjálfir og verða leiðbeiningar um slíkt settar á síðuna um leið og þær liggja fyrir. Hér að neðan eru upplýsingar um nýtt fyrirkomulag á umsóknum um keppnisleyfi.
transition-from-hangastar-to-new-gms