Úrtökur fyrir landsliði í poomsae og talent team
Dagana 3. – 4. október.
Staðsetning: Vantar stað, hvaða félag vill bjóða fram sína aðstöðu?
Vinsamlegast sendi póst á tki@tki.is
Úrtökur fyrir landslið Íslands í poomsae og talent team fara fram helgina 3. – 4. október.
Þeir sem hafa áhuga á og metnað til að vera í landsliði Íslands eða Talent team eiga að skrá sig hjá Maríu Guðrúnu mariag@ossur.com fyrir 25. september.
Með skráningu þurfa þessar upplýsingar að fylgja með:
Nafn:
Fæðingardag:
Félag:
Belti:
Símanúmer:
Forráðamaður:
Kröfur til þáttöku: Iðkendur verða að hafa náð að lágmarki 7.geup (grænt belti ),
aldurstakmark er 9 ára. Ætlast er til þess að þeir sem verða þess heiðurs njótandi að verða valdnir í landslið Íslands mæti á allar æfingar og ef þeir komast alls ekki þá eiga þeir að senda tölvupóst á landsliðsþjálfara og láta vita af hverju þeir komast ekki á æfingu. Landsliðsþjálfari kemur til Íslands á sex vikna fresti og því gríðarlega mikilvægt að mæta vel á þær æfingar sem hann er með.
Það verða aðrir þjálfarar sem sjá um þjálfun þeirra sem verða í Talent team en þeir stjórna þjálfun í samráði við landsliðsþjálfara. En þeir sem eru í Talent team eiga einnig að mæta á sínar æfingar og ef þeir komast ekki þá eiga þeir að senda þjálfurum tölvupóst til að láta vita.
TKI ásamt landsliðsþjálfar vill halda áfram að byggja upp nýja og efnilega einstaklinga með sterkum grunn til að vaxa innan poomsae hlutans á Íslandi. Okkar metnaður er að verða sú þjóð sem mun keppa á hærra stigi í poomsae í framtíðinni. Það er þess vegna mikilvægt að einstaklingarnir sem að mæta hafi mikinn metnað og áhuga á poomsae og óska eftir því að keppa, æfa mikið og leggja sig sjálf fram til að bæta sig og dafna.
Edina landsliðsþjálfari
Stjórn TKÍ