Þrjú félög tóku þátt á liðamóti Ármanns í poomsae sem fram
fór í dag 9 október. Alls voru 33 keppendur eða 11 lið í þrem flokkum. Mótið
gekk vel fyrir sig og tók um 2 tíma. Dómgæslan var skipuð dómurum úr
fjórum félögum og gáfu fimm dómarar einkunnir. Keppendur byrja með 7 í einkunn og
var gefið 0,5 í mínus fyrir ranga tækni eða mistök og 0,1 mínusstig fyrir minniháttar mistök.
Ármann vill þakka fyrir gott mót og hvetur alla til þáttöku á Íslandsmótinu sem fram fer 29 október.
Úrslit má finna hér: Liðamót Ármanns í Poomsae – Úrslit
Með kveðju Írunn, mótstjóri