Sæl öll, meðfylgjandi er dagskrá fyrir NM 2017 sem haldið verður í Svíþjóð dagana 28.-29. janúar 2017.  Því miður hittir þetta á sömu helgi og RIG, líkt og í janúar á þessu ári, og þrátt fyrir beiðni okkar um að færa NM á þá dagsetningu sem ákveðin var á formannafundi Norðurlandanna í janúar var þetta niðurstaðan.

Athugið að þar sem mótið er í Svíþjóð eru höfuðspörk með öllu óheimil í cadet flokkum, óháð beltagráðu.

Líkt og áður þá mun skráning fara fram í gegnum TKÍ, og er mótið opið öllum sem uppfylla skilyrði mótshaldara.  Þeir keppendur sem ekki eru í landsliðhópum Íslands geta engu að síður keppt á mótinu óski þeir eftir því.

TKÍ mun ekki gera kröfu á landsliðsfólk að það velji RIG umfram NM eða öfugt, en hins vegar mun vera gerð sú krafa á landsliðsfólk að það keppi á öðru hvoru mótinu sbr. reglur landsliðanna um þátttöku í mótum á vegum TKÍ, vilji það halda sæti sínu í liðinu.

TKÍ mun standa fyrir opnum æfingum hjá landsliðsþjálfurum í kyorugi og poomsae daginn fyrir RIG sem verða opnar öllum sem vilja.

 

outline-nordic-championship-2017-sweden

Stjórnin

poster-nordic-championship