Ungir og efnilegir í kyorugi (bardaga)

Nú fer að hefjast vetrarstarf hjá U & E í kyorugi.

Verða þá haldnar æfingabúðir sem aðeins eru opnar fyrir þá sem mæta á sérstakar úrtökur og standa sig vel þar. Verður þá sem sagt til hópur af krökkum sem fá mjög öflugar æfingar hjá landsliðsþjálfara Íslands í kyorugi, Meisam Rafiei, ásamt aðstoðarmönnum úr landsliðinu. Þessar æfingar eru til þess gerðar að móta framtíðar afreksfólk í TKD og að sjálfsögðu einnig til þess að hafa gaman af. Fá þau einnig sérstaka boli og bakpoka sem eru sérinnfluttir fyrir liðið. Er þetta með svipuðu formi og í fyrra nema að núna verða hóparnir 2 og skiptast eftir aldri, þar sem miðað er við fæðingarárið en ekki daginn.

Úrtökurnar munu fara fram í æfingasal Ármanns við gervigrasið í Laugardal, á þriðjudaginn 18. september kl. 16-17 fyrir minior 9 – 11 ára (árg. 2001-2003) og einnig fimmtudaginn 20. september kl. 16-17 fyrir cadet 12 – 14 ára (árg. 1998-2000). Ef að einhver kemst alls ekki á þessum tímum þá er viðkomandi bent á að hafa samband við landsliðsþjálfara eins fljótt og auðið er og mæta þá á landsliðsæfingu fullorðinslandsliðsins þannig að Meisam geti kíkt á viðkomandi.

Þegar mætt er á úrtökurnar er mikilvægt að athuga:

Viðkomandi þarf a.m.k. að hafa staðist próf fyrir gult belti, 9. gráðu, hafa brennandi áhuga á að æfa TKD, mæta í dobok(taekwondogalla) og með allar hlífar. Hjálmar og brynjur eru þó á staðnum. Iðkendur þurfa ekki að borga fyrir úrtökur eða æfingabúðir hjá U & E hópnum heldur er þetta verkefni sem að TKÍ stendur á bakvið, með aðstoð Ármenninga með láni á aðstöðunni. Verður þó leitast við að dreifa æfingahelgunum á milli félaga.

Fyrsta æfingahelgin verður íþróttamiðstöðinni Varmá hjá Aftureldingu í Mosó, helgin 22-23. September.

krakkar 1 krakkar fæddir 2001-2003

krakkar2 krakkra fæddir 1998-2000

Laugardagur :

9:10 – 10:20 krakkar 1

10:20 – 11:30 krakkar 2

hlé vegna landsliðsæfinga

14:00 – 15:30 krakkar 1

15:30 – 17:00 krakkar 2

 

Sunnudagur

10:10 – 11:20 krakkar 1

11:20 – 12:30 krakkar 2

13:00 – 14:30 krakkar 1

14:30 – 16:00 krakkar 2

Til þess að hafa samband við Meisam er e-mail: meisambandari@yahoo.com og GSM: 777-4016. Einnig er hægt að hafa samband við Arnar varðandi upplýsingar, e-mail: arnarb04@ru.is

Bestu kveðjur.

TKÍ og Meisam