Næsta U og E Kyorugi æfingahelgi fer fram á Selfossi 14-15 apríl.
Að venju er nóg að koma með krakkana að morgni og sækja þá síðan aftur eftir seinni æfinguna. Muna eftir nesti til þess að borða í hádeginu og einnig sundföt á sunnudeginum þar sem farið verður í sund í hádegishlénu. Það er frítt í sund fyrir 18 ára og yngri á Selfossi
Nýi salurinn hjá Selfyssiongum er staðsettur á 2. hæð í Baulu (íþróttahúsi Sunnulækjarskóla). Gengið er inn að vestanverðu á sama stað og gengið er inn í íþróttahúsið.
Reynið endilega að sameinast um bílana þannig að ekki séu jafn margir bílar og iðkendur á ferðinni á milli. Þið getið notað þennan e-mail lista til þess að hópa ykkur saman.
Eins væri gott ef að einhver gæti tekið Meisam með á staðinn og síðan aftur til baka seinni partinn. Hann býr á Rauðarárstíg 3, rétt við Hlemm, við hliðina á lögreglustöðinni. Endilega sendið e-mail beint á hann ef að þið getið kippt honum með.
Hér er síðan dagskrá helgarinnar:
Laugardag
10:00 – 11:30
hádegishlé / landsliðsæfing
13:00 – 14:30
Sunnudag
10:00 – 11:30
hádegishlé + sund
13:30-15.00
Bestu kveðjur.
Meisam og TKÍ