Sæl Öll
Eins og öllum er kunnugt um þá er stjórn TKI búin að gera samning við Tomas Santiago (Chago) Rodriguez Segura sem mun taka við sem yfirlandsliðsþjálfari Íslenska landsliðsins í bardaga.
Eins og gaf til kynna á powerpoint kynningunni hjá Chago eftir Íslandsmótið þá mun hann vinna í framtíðinni eftir ákveðnu systemi sem kynnt var á fundinum. Stjórn TKI og Chago eiga eftir að setjast niður og klára að útfæra það hvernig sé best að vinna ranking systemið( stigakerfi keppenda) sem mun skera út um það hvaða keppendur verða líklegir að komast á mót í framtíðinni fyrir hönd Íslands. Og mun það system taka gildi í haust.
Það sem að Chago leggur áheyrslu á að skipti stærstu máli er samvinna, deilda og yfirþjálfara deilda með honum. Óskar hann eftir fundi með þessum aðilum næst þegar hann kemur helgina 18-19.apríl. til þess að ræða við þjálfara varðandi skipulag á keppendum, hugmyndir og hvernig skipulagið verði þess á milli.
Landsliðsæfing mun vera haldin í Ármann helgina 18.-19.apríl. Það verða ekki úrtökur núna, heldur mun Chago halda áfram með það landslið sem búið var að mynda af fyrrverandi landsliðsþjálfara. Úrtökur á landsliðinu munu ekki verða fyrir en í haust og þá mun hann skipta þessu niður í Ólympíu team og Landslið. Færri munu komast að en vildu og því kjörið að allir sem hafa áhuga á að ná langt byrji að undirbúa sig og mæti á allar þær æfingar sem að Chago verður með fram að úrtökum í haust.
Varðandi þau mót sem verða á næstunni eins og HM, EM þá munu þær úrtökur miðast við mætingu á landsliðsæfingar og þau mót sem eru búin að vera frá því áramót 2015. Þetta á eingöngu við fram að úrtökum í haust svo að starfið stoppi ekki á meðan.
Keppendur sem fara á erlend mót með Landliðinu geta óskað eftir því að hafa sinn þjálfara með sem coach, en það er þá eingöngu á kostnað keppendans eða deild þann sem á í hlut.
Æskilegt er að hver keppandi fylli út Competitors profile rafrænt með mynd og annaðhvort prenti út eða sendi á landsliðsþjálfara. (e-mail gefið upp síðar )Þarna verður að koma fram skýrt hvaða þyngdarflokk hver einstaklingur er vanalega skráður inn en einnig hvaða þyngd sá hin sami er í rauninni, Landsliðsþjálfari sér nefnilega annað tækifæri í örðum flokk ef því er að skipta, en verður það í samráði við, keppanda, þjálfara keppandans og eða forráðamanni.
Með bestu kveðju
Stjórn TKI og landlsiðsþjálfari