Teakwondo kona og maður ársins 2011

Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, Reykjavík Taekwondokona ársins 2011

Ingibjörg Erla hefur verið fremsta taekwondokona landsins í yngri flokkum um árabil. Hún keppir nú í fullorðinsflokk með landsliðinu. En þess skal geta að Ingibjörg hefur verið valin Taekwondokona ársins af TKÍ þrisvar áður og er þetta því í fjórða sinn sem hún er valinn Taekwondokona ársins. Ingibjörg Erla keppir fyrir taekwondodeild ungmennafélags Selfoss.

Síðastliðið ár keppti Ingibjörg á 6 sterkum alþjóðlegum mótum, þar á meðal HM í Kóreu,  EM unglinga á Kýpur og NM í  Danmörku.  Árangur Ingibjargar var mjög góður á árinu og hennar besti hingað til.  Ingibjörg er norðurlandameistari í sínum flokk og náði einnig Gullverðlaunum á Sacandinavian Open í Danmörku nú í haust. Einnig var hún hársbreidd frá því að ná verðlaunasæti á EM unglinga í Kýpur þar sem einungis munaði einu stigi að hún kæmist í úrslitakeppni um verðlaunasæti.

Ingibjörg æfir nú stíft alla daga vikunnar í undirbúningi fyrir síðasta úrtökumótið fyrir OL2012. En með góðum árangri þar gæti hún tryggt sér sæti á OL 2012 í London á næsta ár.

 

Daníel Jens Pétursson, Selfoss Taekwondomaður ársins 2011

Daníel Jens hefur verið í fremstu röð taekwondo manna á Íslandi um árabil og fastamaður í landsliðinu og unnið til fjölda verðlauna. Daníel keppir fyrir taekwondodeild ungmennafélags Selfoss.

Daníel var frá æfingum með landsliðinu fyrri hluta ársins en kom mjög sterku inn á haustmánuðum. Hann keppti á mjög sterku móti,  Scandinavian Open í Danmörku þar sem hann vann Gull og var jafnframt valinn maður mótsins.

Daníel er yfirþjálfari taekwondodeildar ungmennafélags Selfoss og kennir auk þess á Hellu og Stokkseyri. Í allt er Þetta um 130 nemendur sem koma frá öllu suðurlandi s.s. Eyrarbakka, Þorlákshöfn, Hvolsvelli, Hveragerði og uppsveitum Árnessýslu.