Maria 2017

 

María Guðrún Sveinbjörnsdóttir

María Guðrún úr Aftureldingu hefur náð einstaklega góðum árangri í taekwondo síðan hún hóf að æfa fyrir 7 árum síðan. Hún er margfaldur meistari í taekwondo og vann það einstaka afrek nú í vor, líklega á heimsvísu, að vera valin í A landslið Íslands í taekwondo ásamt dóttur sinni, og vitum við ekki um nein dæmi þess að neins staðar í heiminum hafi mæðgur áður verið á sama tíma í A landsliði í íþróttinni. María Guðrún er einstök driffjöður í starfi deildarinnar og á m.a. heiðurinn að því að skipuleggja og framkvæma sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur sem haldið var, konunum að kostnaðarlausu, nú á haustönn. Færri komust að en vildu en stefnt er á að endurtaka leikinn á vorönn 2018.

 

TKÍ óskar Maríu Guðrúnu innilega til hamingju með útnefninguna og frábæran árangur á árinu sem leið og vonar að árið 2018 verði ennþá betra.