Laugardaginn 22. október klukkan 09.00-16.00 býður Heilsuskóli Keilis uppá opið námskeið fyrir alla þjálfara í styrktarþjálfun barna og unglinga í hópíþróttum.

Mikil áhersla verður lögð á verklega kennslu samhliða fræðilegri yfir ferð. Námskeiðinu fylgir bæklingur með texta og lýsingum á æfingum og æfingakerfum fyrir börn og unglinga.

Á námskeiðinu verður farið í:

  • Æfingaval og æfingakerfi
  • Mælingar fyrir sprengikraft, hraða, styrk og úthald
  • Áherslur í þjálfun yngri flokka
  • Lífðelisfræðilegann ávinning þjálfunar
  • Algeng meiðsli og meiðslaforvarnir hjá börnum og unglingum í hópíþróttum
  • Meðferð á meiddum einstaklingi í hópíþrótt og styrktarþjálfun
Leiðbeinandi er Einar Óli Þorvarðarson, sjúkraþjálfari B.Sc og styrktarþjálfari barna, unglinga og fullorðinna hjá íþróttafélagi.
Skráning fer fram á namskeid@keilir.net.
Heilsukveðja,

Gunnhildur Vilbergsdóttir, forstöðumaður Heilsuskóla Keilis