Meðfylgjandi er starfsmannaplan fyrir bikarmót 2 um næstu helgi.

Á laugardeginum verður notast við rafbrynjur í öllum bardögum, en engir hornadómarar verða í bardögunum.  Eftirlit með snúningsspörkum fer því fram á ritaraborði á laugardeginum.

Mótsdagarnir eru afar fjölmennir og því er mikilvægt að starfsfólk mæti á réttum tíma og félögin viti hvenær þau eiga að manna stöður.

Hópstjórar á laugardeginum bera ábyrgð á að halda utan um keppendur í sínum hópum (tveir hópar byrja saman í sparring og fara svo á sitthvort bardagagólfið í kjölfarið) og að þeir viti hver þeir eiga að fara.

Þjálfarar keppenda bera ábyrgð á að þeir séu tilbúnir til keppni á tilskyldum tíma.

 

Starfsmannaplan BM2 2016