tkilogo183_90

 

 

 

 

Sæl Öll,

Deildir á Íslandi hafa óskað eftir því að lækka keppnisgjöld á RIG. Keppnisgjöld á RIG voru sett upp vegna þess að það liggur mikill kostnaður á bak við RIG, eins og tildæmis: Sjónvarp, erlendir dómara, Auglýsingar svo eitthvað sé nefnt. Hefur TKI samþykkt að lækka keppnisgjöld niður í 4000.kr í einni keppnisgrein og 5500.- í tveim eða fleiri greinum.  Afleiðing þess verður til þess að við getum ekki greitt starfsmönnum deilda laun.  Og óskum við því eftir því að deildir skaffi starfsfólk til þess að vinna á RIG.

Þetta mót er mjög mikilvægt fyrir okkur auglýsingar lega séð og fáum við mikla umfjöllun.  Við gætum nýtt okkar þetta mót miklu betur en við höfum gert hingað til.  Hugmynd stjórnenda Reykjavíkurleikana er að á næsta ári verði Karate, Judó og Taekwondo sett saman í Laugardagshöllina og gert mikið úr því.  Nú fáum við tækifæri til þess að vinna að þessu móti saman og gera það flott og sýnt að við erum team sem að vinnum að uppbyggingu Taekwondo saman. Því að við viljum eitt og það er umfjöllun til að komast á kortið J

Í framhaldi af þessu móti þarf stjórn TKI að endurskipuleggja og fara yfir þau mál hvað varðar greiðslur á mótum. Þetta munum við taka uppá formannafundi sem við munum halda ca. í miðjan febrúar.

Með von um að deildir taki vel undir þessar óskir og sendi okkar lista sem fyrst.

 

Með bestu kveðjur

Fyrir hönd mótanefndar og stjórn TKI

Kolbrún Guðjónsdóttir

Taekwondosamband Íslands