TKÍ ræður landsliðsþjáfara í poomsae
Taekwondosamband Íslands hefur ráðið meistara Jamshid Mazaheri sem nýjan landsliðsþjálfara í poomsae. Hann hefur nýverið tekið 8. Dan og er virtur innan taekwondohreyfingarinnar bæði í Danmörku og á alþjóðavísu.
Meistari Jamshid fæddist í Íran og hefur lagt stund á taekwondo í yfir fjóra áratugi. 23 ára gamall, árið 1986, flutti hann til Danmerkur en hafði fram að því verið í íranska landsliðinu í taekwondo. Í Danmörku hefur hann stýrt fjöldamörgum félögum og undanfarin ár hefur hann verið yfirþjálfari Odense Taekwondo Club.
Meistari Jamshid varð Danmerkurmeistari í poomsae í fjórgang og í tvígang Norðurlandameistari. Hann og nemendur hans, bæði frá Íran og Danmörku, hafa einnig náð góðum árangri í bardaga. Meistari Jamshid er með ýmsar gráður frá Kukkiwon, t.a.m. Foreign Master Instructor Certification (2nd class) og Poom/Dan Promotion Examiner (2nd Class). Hann er einnig alþjóðlegur dómari í bæði bardaga og poomsae.
TKÍ er afar ánægt með ráðninguna og hlakkar til að vinna með honum að frekari uppbyggingu á landsliðinu í kjölfar frábærrar vinnu forvera hans í stöðunni, og vinna áfram að því að koma landsliðinu í fremstu röð í heiminum
Meistari Jamshid mun halda úrtökur fyrir poomsae landsliðið helgina 15. – 16 . október næstkomandi. Þann 15. október mun hann fylgjast grannt með keppni á Íslandsmótinu í poomsae sem fram fer hjá Ármanni, og þann 16. október mun hann halda sérstaka æfingu þar sem úrtökum verður fram haldið og eru allir sem hafa áhuga á að komast í landsliðið boðnir velkomnir á þær úrtökur.
TKÍ þakkar Helga Rafni kærlega fyrir samstarfið undanfarna mánuði og óskar honum alls velfarnaðar í framtíðinni.
Virðingarfyllst,
Fyrir hönd TKÍ, Haukur Skúlason
Grandmaster Jamshid Mazaheri
TKÍ appoints a new head coach for the national poomsae team
The Icelandic Taekwondo Federation is pleased to announce that Grandmaster Jamshid Mazaheri has been appointed as head coach of the national poomsae team. Grandmaster Jamshid Mazaheri recently acquired his 8th Dan certification and is a highly respected member of the international taekwondo community.
Originally from Iran, Grandmaster Jamshid Mazaheri has been training taekwondo for over 40 years. He was a member of Iran’s national team before moving to Denmark in 1986 at the age of 23. Since then, he has run various clubs and is currently the head coach of Odense Taekwondo Club.
Grandmaster Jamshid Mazaheri has been Danish Champion in poomsae four times and Nordic Champion twice. He and his students have also excelled in sparring, with many national sparring champions both in Iran and Denmark. He holds a number of Kukkiwon Certifications including Foreign Master Instructor Certification (2nd class) and Poom/Dan Promotion Examiner (2nd Class). He has also acted as an international judge in both sparring and technique.
TKÍ looks forward to working with Grandmaster Jamshid Mazaheri to continue building a world-class poomsae team and to carry on the good work of his predecessors.
Grandmaster Jamshid Mazaheri’s first task will be to conduct tryouts for the national team and they will be held on October 15th and 16th, 2016. On October 15th, he will monitor contestants at the national championship to be held with Armann, and on October 16th, he will conduct an open tryout session for anyone interested in joining the national team.
TKÍ wishes to thank Helgi Rafn Guðmundsson for his work as national coach and wishes him all the best in the future.
Sincerely,
Haukur Skúlason, on behalf of the Icelandic Taekwondo Federation
Grandmaster Jamshid Mazaheri