Taekwondosamband Íslands auglýsir eftir áhugasömum iðkendum til að taka að sér þjálfun landsliðsins í poomse.
Áætlað er að hafa landsliðsæfingar að minnsta kosti einu sinni í viku.
Nauðsynlegt er að þjálfari sýni áhuga og sé tilbúinn til að uppfæra þekkingu sína á keppnisreglum reglulega.
Auk þess mun þjálfari sjá um að koma upp hóp í poomse fyrir unga og efnilega, sbr. ungir og efnilegir í sparring. Um er að ræða launað starf.
Stjórn TKÍ áskilur sér rétt til að hafna öllum umsækjendum.
Umsóknir skal senda á tki@tki.is, fyrir 7. november.
Stjórn TKÍ