Á þriðjudaginn fór fram fyrsta æfing í Þrótti á Neskaupstað og mættu 6 aðilar og 5 skráðu sig í deildina. Önnur æfing fór svo fram í gær og mættu þá 11 manns og hafa nú 13 aðilar skráð sig, sem er ótrúlag góður árangur á ekki stærra bæjarstæði. Aldursbil hópsins er frá 17-45 ára og er fyrrhugað að vera með æfingar fyrir 16 ára og eldri.

Einnig var haldinn aðalfundur Þróttar í gær og þar var sótt um að taekwondo yrði deild innan félagsins, það var samþykkt! Þróttur á Neskaupstað er því orðin formleg taekwondo-deild innan ÍSÍ og TKÍ.

Þjálfari er Sigurbjörn Gunnarson með 5. kup sem einnig stofnaði taekwondo-deildina Þór á Akureyri fyrir um 14 árum. Sigurbjörn hefur því  umtalsverða reynslu sem stjórnarmaður og þjálfari og hefur hreinlega tekið undirbúning að þessu skrefi með promp og prakt.

Írunn Ketilsdóttir 4. dan er meistari félagsins og mun sjá um mánaðarlegar æfingabúðir fyrir austan og sameina þær með iðkendum frá Hetti á Egilstöðum. Þetta skref er frábært fyrir taekwondo uppbyggingu á austurlandi og ekki annað að sjá en að íþróttin sé spennandi kostur fyrir austfirðinga.

Við bjóðum Þróttara velkomna í taekwondo samfélagið og hlökkum til að sjá sem flesta á komandi atburðum. Einnig eru aðrir ferðalangar á austurlandi hvattir til að kíkja við.

Með ausurlenskri taekwondo-kveðju
Írunn og Sigurbjörn