Mótið hófst klukkan 9 að íslenskum tíma og það hefur greinilega tekist að breyta bardaganum milli Daníels og Arnars, enda óskiljanlegt að setja æfingafélaga saman í fyrsta bardaga á erlendu móti.

Arnar (Afturelding) vann fyrsta bardagann 7-5. Hann fór síðar á móti risanum Rasmus frá Danmörku en tapaði honum 1-8. Arnar heldur ekki áfram.

Andstæðingur Daníels (Selfoss) mætti ekki í sinn bardaga svo Daníel hélt áfram í sínum flokki. Hann lenti síðar á móti Finnlandi en tapaði þeim bardaga naumlega 1-2. Sá bardagi var umdeildur því Daníel fékk ekki stig fyrir höfuðspark og hann þ.a.l. sigrað bardagann. Við munum heyra meira um málið í kvöld. Daníel er því dottinn úr keppni.

Jón Steinar (Keflavík) sigraði Danmörk í fyrsta bardaga 15-6. Þetta eru miklir yfirburðir og vonandi fáum við myndir og myndskeið í kvöld af bardaganum. Jón Steinar lenti síðar á móti Danmörku en tapaði þeim bardaga 2-10 3-13. Hann er því dottinn úr leik.

Kristmundur (Keflavík) fékk risa frá Finnlandi í fyrsta bardaga og tapaði honum 0-11. Kristmundur er í Junior flokki (15-17 ára) en var færður upp í Senior því engir keppendur voru í hans þyngdarflokki í Junior. Hann heldur því ekki áfram.

Viktor (Afturelding) er að keppa á sínu fyrsta erlenda móti, aðeins 15 ára gamall, tapaði í sínum fyrsta bardaga 1-14. Hann hefur verið að stríða við meiðsl undanfarnar viku en lét samt til skarar skríða á mótinu. Sigurvilji þar á ferð. Hann er því dottinn úr keppni.

Kristín (Selfoss) tapaði í sínum fyrsta bardaga 2-7 á móti Svíþjóð og heldur því ekki áfram.

Staðan í hádeginu

Engin úr sparring liðinu sem keppti fyrir hádegi heldur áfram í úrslit. Cadet hópurinn (12-14 ára) keppir á morgun ásamt Púmse landsliðinu svo það er nóg af fjöri eftir frá Malmö.

Ingibjörg (Selfoss) er næst á gólfið í dag en hún er í bardaga 36. Hvetjum hana til sigurs hér á athugasemdakerfinu. ÁFRAM INGIBJÖRG.