Varðandi úrtökur fyrir landsliðið í Kyorugi!
Haldnar verða nokkrar opnar úrtökuæfingar fyrir landsliðið í Kyorugi, í Skelli, bardagalistasal Ármenninga. Allir iðkendur, 14 ára og eldri, með blátt belti og hærra (nema með undanþágu frá landsliðsþjálfara) og hafa brennandi áhuga á að taka þátt í bardagamiðuðum æfingum eru velkomnir á úrtökurnar.
Úrtökur fyrir landsliðið verða í 5 skipti, sú fyrsta er þann 4. september, síðan 11. september, 15. september, 18. september og loks 22. september.
Allir þeir sem vilja komast í liðið verða að mæta á alla vega 3 æfingar og láta landsliðsþjálfara vita fyrir hverja æfingu sem þeir komast ekki á, með sms eða e-maili.
Æfingar verða opnar öllum sem að iðkendur og þjálfara þeirra telja sig tilbúna að taka að sér það verkefni að æfa með landsliði Íslands og reyna að komast í hópinn. Þeir sem mæta þurfa að vera tilbúnir til þess að skila a.m.k. 50% mætingu innan hvers almanaksmánaðar eða missa sæti sitt í hópnum. Afsakanir eins og vinna og veikindi eru ekki tekin gild nema í sérstökum tilfellum. Ef að meiðsli eða veikindi koma í veg fyrir að fólk geti tekið þátt í æfingum eiga þau samt sem áður að mæta á staðinn og t.d. teygja eða horfa á. Einnig eiga allir landsliðsmenn að keppa á öllum mótum á vegum TKÍ og öðrum innlendum mótum sem að landsliðsþjálfari kynni að bæta við.
Að sjálfsögðu á að mæta með allar hlífar, nema hjálma og brynjur, en það er nóg að vera í taekwondo buxum og stuttermabol á taekwondoæfingum og á fitness æfingum er nóg að vera í stuttbuxum og stuttermabol.
Æfingastaðurinn er æfingasalur Ármanns við gervigrasið í Laugardal og tímarnir eru eftirfarandi:
Laugardagar kl. 12.00 – 13.30 eða 14.00. (Æfingarnar eru oftast 90 mínútur en stundum aðeins lengri, sérstaklega ef að rafbrynjur eru notaðar)
Þriðjudagur kl. 19 – 20.30 eða 21. (Æfingarnar eru oftast 90 mínútur en stundum aðeins lengri, sérstaklega ef að rafbrynjur eru notaðar)
Bestu kveðjur.
TKÍ og Meisam
meisambandari@yahoo.com
arnarb04@ru.is
S:7774016