Poomsae landsliðið var við æfingar í Islev Taekwondo Klubb í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Æfingarnar voru þáttur í undirbúningi liðsins fyrir Scandinavian Open sem haldið var í Horsens síðastliðinn sunnudag.
Liðið æfði með meisturum klúbbsins, þeim Sab. Allan Olsen og Sab. Per Fly Hansen. Allan Olsen er TTU meistari með 5. dan og hefur átt sæti í Talent liði Danmerkur í tækni. Per Fly Hansen er einnig TTU meistari með 4. dan. Hann er einnig alþjóðlegur WTF poomsaedómari og gaf liðinu margar ábendingar varðandi hvernig þeirra tækni yrði dæmd samkvæmt WTF reglunum. Einnig æfði liðið með öðrum þjálfurum klúbbsins, þeim Henrik Rasmussen og Dan Hansen.
Landsliðið þakkar Islev Taekwondo klubb kærlega fyrir gestrisnina og hjálpina.