Íslensku landsliðshóparnir í formi og bardagaNú er Norðurlandamótinu lokið og landsliðin tvö í bardaga og formi á leiðinni heim. Aðdragandinn að mótinu hefur verið langur og æfingar stífar. Landsliðshóparnir ásamt U&E (Ung og Efnileg) hópnum eru að uppskera það sem þau hafa sáð undanfarna mánuði og höfðu árangur sem erfiði. íslenska landsliðið í ólympískum bardaga náði silfri meðal landsliða og er það besti árangur landsliðsins til þessa á Norðurlandamóti. Það mátti ekki miklu muna að Íslenska landsliðið hefði hreppt gullið því þeir keppendur sem fóru í úrslit og töpuðu voru aðeins 1-2 stigum undir. Meisam Rafiei landliðsþjálfari sagði í viðtali við vefinn að liðið sé mjög samheldið og góður liðsandi sé stór þáttur í árangri landsliðsins. Í sparring var einn keppandi með gull en það var hún Ingibjörg Grétarsdóttir.

Keppendur í formi skiluðu miklum árangri en þar má helst nefna Guðrúnu Vilmundardóttur sem hreppti silfur. Í formi er keppt í einstaklings-, para og hópakeppni og hrepptu þær Hulda Rún Jónsdóttir, Hildur Baldursdóttir og Sveinborg Katla Daníelsdóttir silfur í hópaflokki.

Úrslit íslensku landsliðana

Sparring

Viktor Ingi Ágústsson (Afturelding) – Brons

Richard Már Jónsson - formaður TKÍ fagnar

Davíd Pétursson (Selfoss)- Brons

Ástrós Brynjarsdóttir (Keflavík) – Silfur

Jón Steinar Brynjarsson (Keflavík – Brons

Kristín Hrólfsdóttir (Selfoss) – Brons

Ingibjörg Grétarsdóttir (Selfoss) – Gull

Ágúst Kristinn Eðvarðsson (Keflavík) – Silfur

Karel Bergmann Gunnarsson (Keflavík) – Brons

Svanur Þór Mikaelsson (Keflavík) – Brons

Poomsae

Ástrós Brynjarsdóttir (Keflavík) – Brons

Svanur Þór Mikaelsson (Keflavík) – Brons

Írunn Ketilsdóttir (Ármann) – Brons

Guðrún Vilmundardóttir (Selfoss) – Silfur

Hópakeppni í formi (Hildur Baldursóttir, Hulda Rún Jónsdóttir og Sveinborg Katla Daníelsdóttir) – Silfur

ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ Í ÓLYMPÍSKUM BARDAGA – SILFUR