Íslandsmeistaramótið í poomsae fór fram um síðustu helgi og tókst í alla staði frábærlega vel. Öll umgjörð var til fyrirmyndar, dómgæsla og skipulag. Allar tímasetningar stóðust og eiga starfsmenn og dómarar miklar þakkir fyrir vel unnin störf. Það kom alltaf maður í manns stað og andin á mótinu var einstaklega góður.
Ekki skemdi fyrir að mótið var með eindæmum spennandi því lið Ármanns og Keflavíkur skiptust á að leiða mótið, Þegar upp var staðið voru liðin jöfn á stigum bæði með 118 stig. Þá var gripið til þess ráðs að láta fjölda gullverðlauna ráða úrslitum. Þar stóð lið Keflavikur betur að vígi, en þeir hrepptu 10 gull á mótinu á móti 6 gullverðlaunum hjá Ármann.
Keflavík varð því íslandsmeistari í Poomsae 2012 og er það í annað skiptið sem þeir ná þeim titli.
Keflvíkingar áttu einnig keppanda mótsins bæði karla og kvenna, en þau eru:
Bjarni Júlíus Jónson og Ástrós Brynjarsdóttir sem bæði unnu 3 gull á mótinu
Fyrir íslandsmeistaramótið voru haldnar æfingabúðir og dómaranámskeið með Edinu Lents sem var jafnframt yfirdómari á mótinu.
Keflvíkingar mættu með allt sitt lið báða dagana á þessi námskeið og það má vera öðrum félögum til fyrirmyndar.
Til hamingju Keflavík með fábæra frammistöðu á mótinu.
Hér að neðan eru öll úrslit og tölfræði frá mótinu.