Íslandsmeistaramótið í poomsae 3. nóvember 2012 – æfingabúðir og dómaranámskeið fyrir Íslandsmeistaramótið í Poomsae 2012 verður haldið þann 1-2. nóvember 2012. Mótið og námskeiðið fara fram í íþróttahúsi Ármanns í Laugardal. Mótstjóri er Írunn Ketilsdóttir.
Mótsfyrirkomulag
Mótsfyrirkomulag fyrir lægri belti (8-5.kup, gult belti – blátt m/rönd) mun vera óbreytt frá því sem áður hefur verið, þ.e. keppendur velja sjálfir taeguek, mest tveimur taeguekum yfir belti og tveim undir.
Fyrirkomulag fyrir 4.kup og hærra (rauð belti og hærra) verður með svipuðum hætti og fyrir ári síðan. Skipt verður í tvo flokka:
(1) 4. – 1. Kup
(2) 1. dan og hærra
skipt verður eftir kyni ef næg þátttaka er í hverjum hóp.
Dregið verður um hvaða taeguek/poomse þessir flokkar (4 kup+) munu keppa í, og mun allur flokkurinn keppa í sama taeguek/poomse. Fyrir flokk 1 mun verða dregin 2 form frá taeguek Sah-jang upp í poomse Koryo. Fyrir flokk 2 verða dregin 2 form frá taeguek pal-jang upp í poomse Pyongwon. Formin verða dregin mánudag fyrir mót og birt á vef TKÍ.
Keppt verður í einstaklings, para (1 kvk, 1 kk eða af sama kyni) og hópakeppni (3 kvk, 3 kk eða 3 kvk/kk). Engin aldurstakmörk, en skipt verður eftir beltum og aldri, nánar um það síðar. Í para og hópakeppni verða allir keppendur að vera skráðir í sama félag.
Keppnisrétt í öllum greinum hafa þeir sem hafa ná 12 ára aldri.
Mótsgjald er kr. 2.500 fyrir hvern þátttakenda.
Einstaklingskeppni:
Flokkar
Flokkur 1 Lægri belti (8-5. kup) – má velja um form (2 form upp/niður út frá belti keppenda)
Flokkur 2 Rauðbelti (4.-1. Kup) – dregið um 2 form taeguek Sah-jang upp í poomse Koryo
Flokkur 3 Pooom/dan (1. Dan/poom) – dregið um 2 form taeguek pal-jang upp í poomse Pyongwon
Aldursskipting:
12 – 14 ára
15 -18 ára
18+
Para og hópakeppni:
Aldurskipting:
12-18 ára 8. Kup – 3. Kup (má velja 2 form frá taeguek Sam-jang (3) upp í poomse Koryo )
18+ 2. Kup+ (dregið um 2 form frá taeguek ó-jang (5) upp í poomse Keumgang)
Dómarar
Yfirdómari mótsins verður Edina lentz frá Danmörku. Félög eru skyldug til að senda 1 dómara fyrir allt að 5 keppendur, 2 dómara fyrir 6-10 keppendur, 3 dómara fyrir 11-20 keppendur, 4 dómara fyrir 21-30 keppendur, 5 dómara fyrir fleiri en 30 keppendur. Mótshaldari skal sjá til þess að félög sendi dómara. Ef félag hefur ekki tök á að senda dómara má senda starfsmenn í stað þeirra, að höfðu samráði við og með samþykki mótshaldara. Ef félag kemur ekki með dómara eða stafsmenn verður viðkomandi félag sektað um allt að kr. 20.000,-. Mótshaldari mun skipuleggja dómaramál þ.a. a.m.k. 5 dómarar séu á hverju gólfi og frá eins mörgum félögum og við verður komið.
Dómaranámskeið
Edina Lents mun halda dómaranámskeið um poomsae dómgæslu. Námskeiðið fer fram á fimmtudagskvöldi og föstudagskvöldi 1-2 nóvember, gegn vægu gjaldi. Námskeiðið fer fram í íþróttahúsi Ármanns í laugardal, Engjavegi 7. Hvert félag sem hyggst taka þátt á Íslandsmótinu er hvatt til að senda iðkendur á námskeiðið, óskað er eftir háum beltum en iðkendur með læri belti eru einnig velkomnir. Farið verður yfir WTF stigakerfið, reglur og framkvæmd. Einnig verða teknar æfingar á námskeiðinu, þátttakendur eru því beðnir um að mæta með dobok, penna og blað.
Þátttökugjald er kr. 1.000 fyrir hvern þátttakenda.
Stjórn TKÍ