Íslandsmeistaramótið í Poomsae 2011 verður haldið þann 29. október. Mótið mun fara fram í íþróttahúsi Ármanns í Laugardal og mótstjóri er Írunn Ketilsdóttir. Nánari upplýsingar koma þegar nær dregur mótinu.
ATH! Nýtt mótsfyrirkomulag
Mótsfyrirkomulag fyrir lægri belti (5.kup og niður) og börn mun vera óbreytt frá því sem áður var, þ.e. keppendur velja sjálfir taeguek, mest tveimur taeguekum yfir sig og fjórum undir. Mótsfyrirkomulag fyrir 4.kup og hærra fullorðna mun breytast og líkjast meira reglum WTF. Skipt verður í tvo flokka, 4. – 1. kup (1) og 1. dan og hærra. (2) Dregið verður um hvaða taeguek/poomse þessir flokkar munu keppa í, og munu allur flokkurinn keppa í sama taeguek/poomse. Fyrir flokk 1 mun verða dregin 2 form frá taeguek Sah-jang upp í poomse Koryo. Fyrir flokk 2 verða dregin 2 form frá taeguek pal-jang upp í poomse Pyongwon. Formin verða dregin mánudag fyrir mót.
Stjórn TKÍ