Fyrsta bikarmótið fyrir veturinn 2012-2013 verður í Keflavík
Bikarmótið verður haldið í Íþróttahúsinu við Akurskóla í Reykjanesbæ (kort http://ja.is/kort/#q=index_id%3A996513&x=328053&y=390510&z=9) 24 og 25. nóvember næstkomandi.
Mótið hefst kl 10:00. Yngsti hópurinn (11 ára og yngri á mótsdag) keppir á laugardeginum á þrem gólfum, einu poomsae og tvem sparring.
Á sunnudeginum keppa allir sem eru 12 ára og eldri (cadet, junior, senior og superior) á tvem gólfum. Mótstjórn áskilur sér rétt til að breyta þessu fyrirkomulagi í samræmi við skráningar.
Mótsfyrirkomulag verður eins og verið hefur á bikarmótum.
Í yngri flokkunum á laugardag verður leitast við að skipta keppendum í 4 manna hópa sem keppa í sparring en í poomsae keppa tveir hópar saman (8 iðkendur eða fleiri). Þetta verður þó viðmið og gætu flokkastærðir breyst eftir skráningu og hugsanlegum forföllum.
Á sunnudeginum verður leitast við að fara eftir reglum WTF í flokka skiptingu og mótsfyrirkomulagi, svo framarlega sem það er hægt, bæði í sparring og poomsae.
Ávallt hefur verið þörf á sameiningum í flokkana og því áskilur móstjórn sér þann rétt að sameina fámenna flokka.
Skráningafrestur er til kl 23:59 föstudaginn 16. nóv.
Keppendur geta skráð sig á
skjalinu hérna. (https://docs.google.com/document/d/1b16QD6xnxAgSuvqjKLSdD2YYFVSBkVLLiHpFhzJU67A/edit)
Þjálfarar mega einnig skrá alla sína iðkendur í einu skjali hér ef þeir vilja það frekar, skjalið er neðst í fréttinni. Eftir skráningafrest munu þjálfarar fá keppendalistann til yfirferðar.
Einnig er unnið að því að hægt verði að skrá keppendur á netinu, það verður kynnt þegar það er klárt.
Stefnt er að því að birta alla keppnisflokka tveimur dögum fyrir mótið.
Keppendur greiða sínu félagi keppnisgjöldin (1500 fyrir 11 ára og yngri og 2500 fyrir 12 ára+), og félagið leggur svo alla upphæðina inn á reikning 0121-26-5774 kt. 501002-2750 fyrir kl 23:59 mánudaginn 19. nóvember.
Engin formleg vigtun verður, en vigt verður á staðnum og áskilur mótstjórn sér rétt til að vigta einstaka keppendur, sé talin ástæða til eða að upp komi kvartanir.
Einnig þarf að koma fram hvort viðkomandi ætlar að keppa í bæði poomsae og sparring eða bara í annarri greininni.
Allir keppendur 12 ára og eldri þurfa að hafa keppnisleyfi frá TKÍ (afhendist á mótsdag sé keppandi ekki þegar kominn með leyfi ef allar skráningar eru réttar og viðkomandi félag er skuldlaust við TKÍ og Felix rétt uppfærður). ATH. Þeir sem þegar hafa fengið TKÍ passa/keppnisleyfi, skylda er að koma með þá.
Ýtarlegri lýsing á mótsfyrirkomulagi verður sett inn á heimasíðu TKÍ þegar hún liggur endanlega fyrir.
Þáttökugjöld á barnamótinu á laugardag eru 1500 kr og fyrir fullorðna á sunnudag er gjaldið 2500 kr
Félög skulu greiða þátttökugjöldin fyrir alla sína keppendur í einu inn á bankareikning: Einstakir keppendur skulu EKKI millifæra á reikninginn.
Öll félög skulu útvega dómara í samræmi við keppendafjölda, nánar um það síðar.
Vakni upp einhverjar spurningar, vinsamlegast hafið samband við fulltrúa mótshaldara:
Helgi Rafn Guðmundsson helgiflex@gmail.com
Skráningaform keppendur og dómarar: skraningTkiBikarmot1 (1)