TKÍ stendur fyrir Dómaranámskeiði dagana fyrir Íslandsmeistaramótið.

Chakir Chelbat yfirdómari WTF mun halda námskeiðið en hann er jafnframt yfirdómari Íslandsmeistarmótsins í ár.

Dagskrá námskeiðsins er svohljóðandi:

Föstudagur, 23 mars:

kl: 16:30 til 19:30,

Fyrirlestur og bóklegt,  í fundarsal ÍSÍ við Engjaveg 6

Laugardag, 24 mars:

kl 12:00 til 18:00

Verklegar æfingar og fyrirlestur í taekwondosal Ármanns.

 

Skyldumæting fyrir landsliðsfólk, keppendur, yfirþjálfara allra félaga og alla dómara á Íslandi sem hafa dómararéttindi.

Hægt verður að fá C réttindi (hornadómara réttindi) og hugsanlegt að B réttindi verði veitt bardagastjórum eftir Íslandsmeistaramótið á sunnudag.

Stjórn TKÍ hvetur alla áhugasama iðkendur til að mæta og uppfæra þekkingu sína á reglum WTF því mikið hefur breyst á undanförnum árum og er enn í mótun.

Verð er 2.000,-  kr á mann fyrir námskeiðið.

Skráning fer fram á tki@tki.is

 

Stjórn TKÍ.