Komið þið sæl, Edina Lents og TKÍ munu bjóða upp á dómaranámskeið í poomsae föstudaginn 9. október í Keflavík (nánari staðsetning auglýst síðar) á milli klukkan 19 og 21. Námskeiðið er ókeypis og opið öllum 15 ára og eldri sem komnir eru með rautt belti. Skráning fer fram í gegnum tki@tki.is. Við hvetjum alla til mæta og auka við kunnáttu sína og geta þannig lagt hönd á plóg við framkvæmd móta í framtíðinni :).
Stjórnin