Dómaranámskeið Föstudaginn 13.mars
& einnig auglýsir TKÍ eftir hornadómurum fyrir Íslandsmótið laugardaginn 14.mars
Á laugardaginn 14.mars mun Íslandsmótið okkar í sparring vera í Íþróttahúsinu í Keflavík.
Óskar TKI eftir stuðning deilda til þess að gera mótið okkar sem flottast. Vantar vana hornadómara og annað starfsfólk frá deildum til þess að mæta á mótið og hjálpa til.
- Æskilegt er að einstaklingur sé ekki yngri en 16.ára hafi farið á dómaranámskeið áður og geti mætt í svörtum Jakkafötum og hvítri skyrtu, eða svörtum jakka , svörtum buxum hvítri skyrtu.
- Æskilegt er að einstaklingur keppi ekki sjálfur, en ekki skilyrði.
- Þessi einstaklingur verður að geta mætt á dómaranámskeiðið á föstudeginum.
Dómaranámskeið Föstudagskvöld 13.mars
Dómaranámskeiðverður haldið Föstudagskvöld kl. 18-20 2. hæð í fræðslusal Fram heimilisins í Safamýri.
Farið yfir:
reglurnar
nýjustu breytingar á reglunum,
handahreyfingar fyrir bardagastjóra ,
fjarstýringar o.m.fl.
Fyrir hönd stjónar TKI & mótanefnd Kolbrún Guðjónsdóttir Formaður Taekwondosamband Ísland