Á fimmtudaginn og föstudaginn fer fram poomsae dómaranámskeið hjá Edinu Lentz. Námskeiðið er fyrir alla áhugasama og sérstaklega fyrir starfsmenn Íslandsmótsins 3. nóvember og aðila í tæknilandsliði. Námskeiðið fer fram í íþróttahúsi Ármanns, Skelli, Laugabóli, Laugardal. Edina er með alþjóðleg dómararéttindi í poomsae. Þetta er mjög gott tækifæri og eru allir hvattir til þátttöku.
Þátttökugjald kr. 1.000 (greiðist á fimmtudaginn)
Dagskrá:
1/11 fimmtudagur:
Poomsae dómaranámskeið kl 18:00-20:00
Poomsae tækniæfing kl 20:15-21:15
2/11 föstudagur:
Poomsae tækniæfing kl 17:00-18:00
Poomsae dómaranámskeið kl 18:00-20:00
Æfing fyrir tæknilandslið kl 20:15-21:15
3/11 laugardagur:
Dómarafundur kl 08:15
Íslandsmót kl 09:00
Með von um góða þátttöku.
Mótstjórn