Sæl öll, takk kærlega fyrir skemmtilegt mót í dag, sérstaklega viljum við þakka hinum ótal mörgu sjálfboðaliðum sem gera okkur kleift að keyra svona mót áfram – án ykkar allra væri þetta nánast óvinnandi vegur! Sérstakar þakkir til Ármenninga fyrir að halda mótið af svona myndugleik
Meðfylgjandi eru úrslit dagsins, og við minnum á síðasta mót vetrarsins um aðra helgi þar sem úrslit í bikarmótaröð fullorðinna ráðast.
Þau leiðu mistök urðu að í tveimur flokkum var skráningu úrslita víxlað og er það leiðrétt í þessu skjali. Við biðjumst innilega velvirðingar á þessum mistökum.
Stjórnin