Bikarmót barna II
Síðara barnabikarmót vetrarins verður haldið laugardaginn 25. apríl, hjá Ármanni í Laugardal. Keppni hefst kl. 10:00 um morguninn. Gefi fjöldi skráninga tilefni til mun keppni framhaldið á sunnudeginum.
Allir iðkendur að 11 ára aldri (verða 11 ára á árinu) hafa þátttökurétt á mótinu og verður keppt í sparring og poomsae. Athugið að einungis iðkendur frá félögum sem eru skuldlaus við TKÍ hafa rétt til að senda keppendur á mótið.
Skráningar iðkenda verða að hafa borist á netfangið tki@tki.is í síðasta lagi kl. 20:00 miðvikudaginn 21. apríl. Skráningar sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar gildar.
Flokkaskiptingar verða svo birtar á vef TKÍ fimmtudagskvöldið 23. apríl og bardagatré og tímaáætlun föstudagskvöldið 24. apríl.
Einungis verður tekið á móti einu skráningarblaði frá hverju félagi og þar þurfa að koma fram eftirfarandi upplýsingar: Fullt nafn iðkanda, aldur, þyngd, hæð, beltagráða og hvort keppa skuli í bardaga, poomsae eða báðum greinum.
Þátttökugjald er 3.000,- per keppanda, óháð því hvort keppt er í annarri eða báðum greinunum.
Skipt verður í A (poom), B (rauð belti), C (lituð) og D (gul rönd) flokka. Notast verður við sömu þyngdarflokka og áður. Mótsstjórn áskilur sér rétt til að sameina flokka þannig að sem flestir fái bardaga við hæfi.
Keppendur í formum skulu gera eitt form á mótinu sbr. hér að neðan:
10. geup Fyrstu 6 hreyfingar í Taegeuk Il Jang
9. geup Taegeuk Il Jang
8. geup Tageuk E Jang
7. geup Taegeuk Sam Jang
6. geup Taegeuk Sa Jang
5. geup Taegeuk O Jang
4. geup Taegeukt Chil Jang
3. geup Taegeuk Yuk Jang
2. geup Taegeuk Pal Jang
1. geup Taegeuk Pal Jang
Starfsmannaplan verður sent út til félaga þann 22. apríl – margar hendur vinna létt verk.