Sjá meðfylgjandi flokkaskiptingar. Sameiningar eru útskýrðar sérstaklega. Mótið fer þannig fram að tveimur sparringhópum er „fléttað“ saman á bardagagólfi (t.d. 1A og 1B) og eru 3-4 í hverjum sparringflokki. Síðan fara báðir hóparnir í poomsae og gera poomsae saman í einum flokki (þ.e.a.s. 1A og 1B eru einn flokkur í poomsae).
Bardagatré og tímasetningar verða settar upp föstudagskvöldið 24. apríl og athugið að númer flokkanna endurspegla ekki endilega tímaröðina á bardögum og formum – munið því að skoða bardagatrén til að fá staðfestingu á tímasetningum!
BIKARMÓT BARNA 2 – FLOKKASKIPTING
Stjórnin