Fimmtudaginn 17. nóvember næstkomandi kl. 19 verður haldið bandímót uppi í ÍR húsinu. Bandí hefur lengi verið vinsælasta upphitunaraðferð ÍR-inga og finnst okkur tími til kominn að deila þeirri skemmtun með öðrum Taekwondo iðkendum. Allir eru velkomnir úr öllum félögum og það er á engan hátt nauðsynlegt að kunna reglurnar – hvað þá að kunna að hitta í markið! Það eina sem þarf eru íþróttaföt og við mælum með ágætis keppnisskapi.

Það þarf ekki að skrá heil lið til keppni heldur bara mæta og við munum líklega reyna að stokka aðeins upp.

Dobok ekki skylda. Skór eru frjálst val, en hardcore iðkendur eru að sjálfsögðu á tánum og geta státað af fögrum marblettum daginn eftir.

Ef vilji er fyrir hendi gætum við borðað saman eftir leik! :)

 

http://www.facebook.com/event.php?eid=285963004760436&view=wall&notif_t=event_wall