Við viljum minna á ársþingið í kvöld kl. 20:00 en því var frestað um viku vegna óviðráðanlegra ástæðna. Hér er upphaflegi textinn á tilkynningunni.
Ársþing TKÍ 2012
Kæru taekwondo iðkendur og velunnarar.
Ársþing Taekwondosambands Íslands verður haldið í húsnæði ÍSÍ, við Engjaveg í Laugardal, fimmtudaginn 10. maí miðvikudaginn, 16. maí, 2012, kl. 20:00.
Sjá nánar í meðfylgjandi viðhengi.
Ársþing-2012.pdf
Stjórnin vill minna alla á að uppfæra starfsskýrslur í Felix fyrir starfsárið 2011 og jafnframt á greinar 6, 7 og 12 úr lögum TKÍ, sjá hér að neðan.
6. grein
Taekwondoþingið fer með æðsta vald í málefnum TKÍ og skal haldið árlega á tímabilinu mars til maí. Þingið sitja tilnefndir fulltrúar þeirra aðila sem mynda TKÍ.
Fulltrúafjöldi hvers aðila fer eftir tölu virkra taekwondoiðkenda, þannig að fyrir allt að 25 iðkendur koma 2 fulltrúar og síðan 1 fyrir hverja 25 eða brot úr 25, allt að 100 iðkendum og þá 1 fulltrúi fyrir hverja 50 iðkendur þar fram yfir.
Taekwondoþing skal boðað með auglýsingu og/eða tilkynningu með eigi minna en mánaðar fyrirvara. Fundarboð skal senda héraðssamböndum og íþróttabandalögum/sérráðum. Málefni sem sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þinginu skulu berast stjórn TKÍ a.m.k. þremur vikum fyrir þing. Eigi síðar en tveimur vikum fyrir þing, skal senda héraðssamböndum og íþróttabandalögum/sérráðum skriflegt fundarboð (síðara fundarboð) með dagskrá og upplýsingum um tillögur og mál sem leggja á fyrir þingið. Þingið getur þó tekið fyrir mál, borin upp með styttri fyrirvara, að fengnu samþykki 2/3 hluta þingfulltrúa.
Taekwondoþing er lögmætt, ef löglega hefur verið til þess boðað.
7. grein
Á Taekwondoþingi hafa kjörnir fulltrúar einir atkvæðisrétt, en rétt til setu á þinginu með málfrelsi og tillögurétt hafa:
a) Stjórn TKÍ
b) Heiðursformaður og heiðursfélagar
c) Framkvæmdastjórn og framkvæmdastjóri ÍSÍ
d) Fastráðnir starfsmenn TKÍ
e) Fulltrúar í fastanefndum TKÍ
Auk þess getur stjórnin boðið öðrum aðilum þingsetu ef hún telur ástæðu til.
Allir fulltrúar skulu vera tilgreindir á kjörbréfi frá viðkomandi sambandsaðila og skal skila kjörbréfum inn til stjórnar TKÍ eigi síðar en viku fyrir þing. Hver fulltrúi fer með eitt atkvæði en getur auk þess farið með annað atkvæði, samkvæmt skriflegu umboði þess sambandsaðila sem hann er fulltrúi fyrir.
Við afgreiðslu almennra mála og í kosningum, ræður einfaldur meirihluti atkvæða, en til lagabreytinga þarf 2/3 hluta atkvæða.
12. grein
Ársskýrslur og ársreikningar sambandsaðila TKÍ skulu berast á tölvutæku formi til TKÍ fyrir 15. apríl ár hvert.
Með kveðju,
Stjórn TKÍ