Komið þið sæl, í samræmi við 6. gr. laga TKÍ er hér með boðað til ársþings TKÍ þann 17. mars 2016. Fyrir þinginu munu liggja lagabreytingar sem kynntar verða í síðara fundarboði sem berast mun eigi síðar en 2 vikum fyrir dagsetningu ársþingsins. Þingið verður haldið á milli kl. 18 og 20 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.
Fundarboð þetta er sent til héraðssambanda og íþróttabandalanga eins og kveðið er á um í lögum sambandsins, en þar að auki er það birt á heimasíðu sambandsins og á Facebook síðu þess.
Dagskrá fundarins er sem hér segir, sbr. 8. gr. laga TKÍ.
- Þingsetning.
- Kosning 1. og 2. þingforseta.
- Kosning 1. og 2. þingritara.
- Kosning 3 manna kjörbréfanefndar.
- Ávörp gesta.
- Álit kjörbréfanefndar.
- Skýrsla stjórnar lögð fram.
- Endurskoðaðir reikningar sambandsins lagðir fram til samþykktar.
- Fjárhagsáætlun næsta árs lögð fram.
- Kosning þingnefnda.
- Þingnefndir starfa.
- Þingnefndir gera grein fyrir störfum sínum.
- Þjónustugjald ákveðið. Þjónustugjaldið er nefskattur, sem innheimtist af félögum/deildum miðað við skráða iðendur árið á undan skv. starfsskýrslum ÍSÍ.
- Tillögur um breytingar á lögum TKÍ teknar til umræðu og afgreiðslu,
- Aðrar tillögur sem kynntar voru í fundarboði teknar til umræðu og afgreiðslu.
- Teknar fyrir tillögur og önnur mál sem komið hafa fram á þinginu og þingmeirihluti leyfir.
- Kosningar:
– stjórn og varastjórn, sbr. 10. grein
– 2 skoðunarmenn reikninga.
– fastanefndir sem starfa milli taekwondoþinga.
– fulltrúa á Íþróttaþing ÍSÍ, skv. lögum ÍSÍ, á því ári sem Íþróttaþing ÍSÍ fer fram.
- Þingslit.
Kveðja,
Haukur Skúlason
Formaður Taekwondosambands Íslands