Árshátíð TKÍ


Kæru taekwondo iðkendur og velunnarar.
Nú er komið að því að við hittumst öll og eyðum skemmtilegri kvöldstund saman. Ákveðið hefur verið að árshátíðin verði haldin laugardaginn 17. mars í Esjustofunni við Esjurætur.
Boðið verður upp á rútuferð frá ÍSÍ (ef næg þátttaka verður), Þeir sem vilja notfæra sér sætaferðirnar mæta kl. 17:30 í höfuðstöðvum ÍSÍ að Engjavegi 6. Lagt verður af stað þaðan kl 18:00. Húsið opnar kl. 18.15 en reiknað er með að borðhald hefjist kl. 19:30, og við höfum salinn til kl 1.

Rútan leggur af stað til tilbaka með þá sem vilja kl. 1:00

Boðið verður upp á:
•       Forréttarhlaðborð.
•       Aðallréttur 2 tegundir af steikum og meðlæti.
•       Að lokum, ananasfrómas í eftirrétt.
Boði er uppá gos, vatn og kaffi en hver og einn kemur með áfenga drykki.

Athugið að 18 ára aldurstakmark er á árshátíðina.

Verðinu er haldið í lágmarki eða kr. 4500,- fyrir manninn, sætaferðir innifaldar.
Vegna veitinganna þurfum við að vita fjölda gesta sem fyrst, helst um næstu helgi,
einnig þarf að koma fram hvort óskað er eftir að nýta sér sætaferðirnar.
Þarf að vera búið að staðfesta þátttöku og greiða fyrir kvöldið í síðasta lagi miðvikudaginn 15. Mars.

Tilkynnið þátttöku á e-maili: tki@tki.is  og leggið þátttökugjaldið inn á reikning
TKÍ: 0515-26-050010

kt: 500103-2050.

Sjáumst vonandi sem flest.
Bestu kveðjur.
Stjórn TKÍ.