Stjórn TKÍ hefur farið yfir keppendalista Íslandsmótsins og fá allir skráðir keppendur keppnisleyfi.
Keppendur munu fá útgefna passa með leyfinu að morgni 29. október.
Þetta þýðir að öll félög sem eiga skráða keppendur á mótinu eru skuldlaus við TKÍ og allir keppendur rétt skráðir í félög eða hafa með öðrum óyggjandi hætti tilkynnt félagaskipti fyrir tilsettan tíma.