Sunnudaginn 15. maí verður haldið beltapróf fyrir iðkendur Aftureldingar. Prófið hefst klukkan 10:00 og lýkur í síðasta lagi klukkan 15:00. Prófið verður haldið í Íþróttahúsi Aftureldingar við Varmá í fimeikasalnum og því nóg pláss fyrir gesti. Eins og tíðkast þá eru foreldrar beðnir að koma með léttar veitingar á hlaðborðið

 

Prófið skiptist í tvennt, lægri og hærri belti. Iðkendur sem þreyta próf fyrir gula rönd, gult belti og appelsínugult skulu mæta í síðasta lagi 9:45 því prófið hefst stundvíslega klukkan 10:00. Að því loknu verður beltaafhending og myndataka.

Próf fyrir iðkendur sem þreyta grænt belti og hærra hefst klukkan 12:00. Ráðlegt er að þeir mæti snemma til að undirbúa sig fyrir prófið.

 

Þjálfari ætti nú að vera búin að fá allar iðkendahandbækur til sín og eru iðkendur beðnir að skila henni inn eins fljótt og hægt er. Á næstu æfingum mun þjálfari ásamt aðstoðarfólki fara yfir tækni og kvitta í iðkendahandbókina. Enginn fer í próf án þess að vera búin að fá staðfestingu á allri tækni frá þjálfara.

 

 

Prófið sjálft fer fram á tveim gólfum. Á fyrsta gólfinu munu próftakar fara í gegnum grunntækni og spörk. Þar á eftir fara próftakar á næsta gólf í samsetningar, form og armbeygjur. Bæði gólfin verða því í gangi í einu og nóg að gerast fyrir áhorfendur.

Prófdómari að þessu sinni er Magnea Ómarsdóttir, 3.dan, ásamt aðstoðardómurum.