Ágætu TKD iðkendur.

Í næstu viku eru magnaðar æfingabúðir með ótrúlega góðu og faglegu TKD fólki. Við erum svo heppin að fá Serbneska landsliðsþjálfara ásamt tveim keppendum sem verða með æfingabúðir í bardaga (sparring). Einnig fáum við Edinu Lents frá Danmörku og Portúgalann Sergio Ramos en bæði hafa þau áralanga reynslu á stórmótum í poomsae.

Æfingabúðirnar fara fram bæði í Keflavík og í Reykjavík og geta því iðkendur valið á milli (frjálst val). Í Reykjavík fara æfingabúðirnar fram í íþróttahúsi Ármanns, í Laugardal. Fljótlega koma upplýsingar um staðsetningu í Keflavík. Takið með ykkur allar hlífar á sparring æfingar.

Veislan heldur áfram!! Á föstudagskvöldi og laugardagsmorgun mun Chakir halda dómaranámskeið í sparring, bóklegt á föstudagskvöldi og verklegt á laugardagsmorgun. Dómaranámskeið fer fram á föstudagskvöldi hjá ÍSÍ (bóklegt) og á laugardagsmorgun í Ármann, Laugardal og þá er verklegt, þátttakendur eru því beðnir um að koma í íþróttafatnaði. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa áður sótt námskeið en við erum opin fyrir því að fleiri komst að ef sæti leyfa, það þarft því að skrá sig á námskeiðið.

RIG mótið hefst svo á laugardegi eftir dómaranámskeiðið og þá einnig í Ármann, Laugardal. Þann daginn er keppt í Cadet flokki, bæði bardaga og poomsae (einstaklingsflokkar). Einnig verður keppt í poomsae para og hópakeppni í öllum flokkum.

Á sunnudegi fer mótið fram í Laugardalshöllinni og er þá keppt í junior og Senior í bardaga og í poomsae einstaklingskeppni.

Keppnisgólf verða 2 á laugardegi og 3 á sunnudegi.

 

Við hvetjum alla til þátttöku!! Það á enginn að missa af þessari veislu sem er sú gómsætasta sem haldin hefur verið á Íslandi.

 

Þátttökugjöld:

RIG Mótagjald fyrir 1 grein er kr. 5.000 (æfingabúðir innifalið)
RIG Mótagjald fyrir 2 greinar er kr. 7.500 (æfingabúðir innifalið)

Æfingabúðir 1 dagur kr. 2.000
Æfingabúðir 2 dagar kr. 3.500

 

Dagsrká er að vinna í Word skjali hér:

Schedule Poomsae and sparring thur_sun II

 

Kæra kveðja TKÍ stjórn