Æfingabúðir 11-13 maí Keflavík

 

Helgina 11-13 maí n.k. verða æfingabúðir í Keflavík. Á æfingabúðunum munu kenna: master Paul Voigt, fyrrverandi landsliðsþjálfari Svíþjóðar og Íslands í bardaga sem hefur átt góðan feril sem þjálfari. Meisam Rafei, landsliðsþjálfari Íslands í bardaga og þrefaldur heimsmeistari. Hulda Rún Jónsdóttir, landsliðsþjálfari í formum og einn reynslumesti keppandi Íslands í poomsae. Helgi Rafn Guðmundsson yfirþjálfari Keflavíkur. Það er því mikið einvalalið þjálfara sem kennir á æfingabúðunum og ætti því enginn að láta þetta fram hjá sér fara.

 

Dagskrá

 

Föstudag

18-19 Börn lægri belti

19-20 Börn hærri belti og fullorðnir

 

Laugardagur

12-13 Börn lægri belti

13:30 – 14:30 Börn hærri belti

13:30 – 14:30 Fullorðnir

14:30-15:30 Börn lægri belti
15:30-16:45 Fullorðnir og börn hærri belti

Allir þátttakendur á æfingabúðunum fá ókeypis í sund á laugardeginum. Sundlaug Reykjanesbæjar verður opin til kl 18.

 

Sunnudagur

11-12:30 Allir hópar

 

Hópar

Lág belti börn eru með gula rönd og hvítt belti, en ef börn eru 7 ára eða yngri með gula beltið þá ættu þau líka að vera í þessum hóp.

Há belti börn eru gult/appelsínugult belti- rauð rönd

Fullorðnir eru allir 13 ára og eldri og líka börn með rautt belti eða hærra.

 

 

Skráning

 

helgiflex@gmail.com fyrir miðvikudaginn 9. maí. Takið fram fullt nafn, aldur, belti og félag iðkanda.

 

Ef einhverjar breytingar verða á dagskrá verður það sett á tki.is og keflavik.is/taekwondo. Fylgist því með áður en þið leggjið af stað á æfingarnar.

 

Verð

Ein æfing 1500kr

Laugardagur 3000

Helgin 4000

Greitt inn á reikning 0121-26-5774 kt. 501002-2750 með nafni iðkanda í skýringu ásamt því að senda kvittun á helgiflex@gmail.com

 

 

Kort – Gamla hersvæðið (vallarheiði)
http://old.tki.is/wp-content/uploads/2012/03/kortKefl.jpg