Eins og kom fram á aðalfundi TKÍ þá fá öll félög aðgang að vef TKÍ og koma efni frá sínu félagi á framfæri. Félög geta sett inn fréttir, viðburði og myndir og því mikilvægt að þau stofni aðgang sem fyrst. Það er gert með því að smella á Innskráning efst til hægri og þar neðst á hlekkinn Nýskráning. Notendanafnið skal vera nafn félagsins og félagið einnig valið úr felli-glugganum. Þessi notandi getur sett inn fréttir, viðburði og myndir frá sínu félagi.
Til að setja inn efni á umræðuvefinn eða athugasemdir í ykkar nafni á fréttir þá verða lesendur að búa til notandanafn. Það gerið þið með því að fylgja sömu leiðbeiningum og hér fyrir ofan en skráið ykkar nafn og félag. Þið getið þó ekki sett inn á vefinn í nafni félagsins og hafið samband við formann ykkar félags ef þið viljið setja inn frétt.