Mótið verður haldið í Laugabóli, íþróttahúsi Ármanns Engjavegi 7, þann 19. mars næstkomandi. Mótið hefst kl. 10.00 og fer fram á tveimur gólfum. Keppt verður í karla-og kvennaflokkum, minior, junior, senior og superior, eftir þátttöku. Auk þess verður keppt í 5 manna liðakeppni.

Skráning stendur yfir til miðnættis 11. mars og er þá miðað við fullgildar skráningar, með réttum upplýsingum (sjá hér að neðan).
Keppt verður eftir nýjum WTF reglum, 1-4 stig, en í hefðbundnum brynjum. Hlynur Örn Gissurarson 4. dan verður mótshöldurum og dómurum til halds og trausts með nýju reglurnar auk þess sem Taekwondo sambandið útvegar erlendan yfirdómara. Reglurnar má sjá hér: WTF Reglur

Keppt verður eftir ólympískum þyngdarflokkum eftir því sem við verður komið, auk beltaskiptingar (5. kup og niður annars vegar og 4. kup og upp hins vegar). Mótshaldarar áskilja sér rétt til að sameina þyngdar- og beltaflokka í samráði við tengiliði félaga. Minior er 12-14 ára, junior að 18 ára, senior yfir 18 og superior yfir 30 fyrir þá sem ekki eru með svarta beltið og hafa ekki verið fastamenn í landsliði. Aldur miðast við mótsdag. Bardagar verða 2×2 mínútur, 30 sek. hlé. Úrslit 3x2mín, 1 mín hlé.

Í lok einstaklingskeppni fer fram liðamót. Hvert félag skráir 3 KK og 2 KVK í 1 lið (1 kk í undir 70 kg, 1 kk í 70-80 kg, 1 kk í 80+ kg, 1 kvk -65 kg og 1 kvk í 65+), belti og aldur skiptir ekki máli. Hver keppir í 1 mínútu, samtals 5 mínútur á lið plús 10 sekúndur milli keppenda. Ef allir keppendur í liðinu taka þátt í einstaklings er ekki greitt sérstaklega fyrir þátttöku í liðamóti en annars er greitt kr. 4.000 fyrir þátttöku fyrir hvert lið. WTF keppnisreglur gilda. Liðamótið er útsláttakeppni nema ef einungis 3 lið eru skráð til þátttöku þá er Round Robin. Stigagjöf heldur áfram að telja og gildir heildarstig liðsins. Komi til að 2 eða fleiri lið eru jöfn að stigum sigrar það lið sem nær flestum stigum frá sem flestum liðsmönnum.

Vigtun og dómarafundur fer fram 18. mars kl. 17:00 á mótsstað og vigtun fyrir þá sem ekki komast á föstudeginum fer fram kl. 9 til 9:15 á keppnisdag.
Skylda er að vera með eftirfarandi hlífar: Hjálmur, brynja, tannhlíf, punghlíf og samsvarandi kvenútgáfur, handa-fótahlífar og hanskar. Táslur verða leyfilegar en ekki skylda. Mótstjórn áskilur sér rétt til að fara yfir gerð og tegund hlífanna og mun ekki leyfa keppendum að taka þátt án allra hlífa. Þessar reglur gilda fyrir alla flokka, alla keppendur, án undantekninga. Brynjur og hjálmar verða á staðnum og verður einungis notast við þær brynjur og hjálma.

Verð er 2.000 kr per keppenda og skal leggja heildarupphæð hvers félags inn á reikning 0303-26-6305, kt. 630502-2840 – Taekwondo deild Ármanns. Skráning sendist, ásamt kvittun fyrir millifærslu, á kaj@mh.is. Fram komi nafn, kennitala, þyngd og beltagráða hvers keppenda auk tengiliðs fyrir hvert félag. Vinsamlegast skráið líka dómara um leið.

Fjöldi keppenda Fjöldi C dómara Fjöldi B dómara
0-5 1 0
6-10 1 1
11- 15 2 1
16-20 2 2
21-25 3 2

Ef félag skaffar ekki tiltekin fjölda dómara er greidd sekt til TKÍ sem er kr 5.000,- á hvern dómara sem rennur beint til þess dómara sem fenginn er í staðinn. Skráningu lýkur endanlega á miðnætti 11. mars. Vinsamlegast notist við meðfylgjandi excel skjal til að skrá keppendur og dómara.

Að kvöldi mótsdags verður haldið sameiginlega upp á góðan dag – staðsetning nánar auglýst síðar.