Fyrir mánuði síðan var haldið stórt svartbeltispróf hjá Taekwondo deild Keflavíkur. Master Paul Voigt (5.dan) var prófdómari, en hann hélt einnig sparring æfingabúðir í kringum prófið. Paul Voigt er frá Svíþjóð og hefur m.a. verið landsliðsþjálfari Svíþjóðar og Íslands. Próftakara voru

Jón Axel Jónasson (1. poom)
Óðinn Már Ingason (1. poom)
Jón Steinar Brynjarsson (1. dan)
Ævar Þór Gunnlaugsson (1. dan)
Kristmundur Gíslason (1. dan)
Arnór Freyr Grétarsson (1. dan)
Rut Sigurðardóttir (3. dan)
Helgi Rafn Guðmundsson (3. dan)

Allir próftakar stóðust prófið í einu af stærsta svartbeltisprófi sem hefur verið haldið á Íslandi. Allir próftakar hafa verið hjá Keflavík frá byrjun, nema Jón Axel, sem var lengi hjá Björkunum og Rut sem var einnig lengi hjá Þór Akureyri. Með þessu prófi er Keflavík orðið mjög ríkt af háum beltum sem mun bara aukast á næstunni þar sem fleiri iðkendur eru að komast nær svarta beltinu.

Frétt frá Taekwondodeild Keflavík