Stjórn TKÍ þakkar þeim aðildarfélögum sem buðu fram krafta sína í svartabeltisprófanefnd.

Svartabeltisprófanefnd TKÍ samanstendur af eftirtöldum svartbeltingum:

Antje Müller Dietersdóttir, Ármann, Nefndarformaður
Helgi Rafn Guðmundsson, Keflavík
Hildur Baldursdóttir, Ármann
Karl Jóhann Garðarsson, KR
Meisam Rafiei, Ármann

Auk þess er stjórn TKÍ með aukaaðild að nefndinni og styður nefndina með ráð og dáð.

Hlutverk svartabeltisprófanefndar er að skipuleggja og fá aðila til þess að halda svartabeltispróf á vegum TKÍ, ásamt því að styðja við aðildarfélög sem vilja halda eigin svartabeltispróf en þurfa aðstoð til þess.

Svartabeltisprófanefnd skal leita samþykkis stjórnar TKÍ varðandi fjárútlát, ef kemur til álitamála, og í stórum málum svo sem hvar, hvenær og af hverjum próf skuli haldin.

Fyrsta verk svartabeltisprófanefndar verður að skipuleggja svartabeltispróf á vegum TKÍ sem verður haldið dagana 25. – 26. maí 2017. Jamshid Mazaheri verður prófdómari.

Undir svartabeltisprófanefnd mun falla að sammælast við prófdómara um prófkröfur, skrásetja þær, varðveita þær til frambúðar og koma þeim til skila til próftaka.

Einnig mun hún sjá um að útvega húsnæði fyrir próf. Hún mun útvega aðföng, skipuleggja hátíðarhöld, sjá um auglýsingar fyrir próf, og um útgáfu skírteina ásamt prófdómara og WTF.

Nefndin mun taka við skráningum í beltapróf, og sjá til þess að ekki verði þjónusturof hjá TKÍ á þessu sviði í framtíðinni t.d. vegna erlendra reglugerðarbreytinga.

Svartabeltisprófanefnd verður skipuð til tveggja ára í senn. Ný svartabeltisprófanefnd tekur til starfa að loknu síðasta prófi hvers vetrar. Fráfarandi svartabeltisprófanefnd ber ábyrgð á að ný svartabeltisprófanefnd fái allan þann stuðning er þarf til þess að skiptingin gangi snurðulaust.